þriðjudagur, september 30, 2003

Lí­til frétt á bls. 2 í­ Fréttablaðinu vakti athygli mí­na.

Þrjár 14 ára stúlkur lögðu á ráðin um að drepa marokkósku konungsfjölskylduna. Þær skipulögðu þrjár sjálfsmorðsárásir en það komst upp um áform þeirra nokkrum dögum áður en þær áttu að framkvæmast. 18 fullorðnir einstaklingar eru grunaðir um aðild að málinu.

Hvað er að gerast? 14 ára stelpur eiga að hugsa um snyrtidót og föt, ekki hvernig þær geti slátrað kónginum! Við vinkonurnar vorum sko meira að spá í hvernig við gætum vakið athygli hins kynsins. Kannski er þetta þeirra leið? Finnst það samt heldur ólíklegt. Af hverju er allt þetta fullorðna fólk að láta krakka stjórna sér? Annars veit maður ekki hversu mikill aldursmunurinn er, eða hvort stúlkurnar hafi í­ raun verið skipuleggjendurnir, það leit bara þannig út í fréttinni. Mér finnst þetta a.m.k. dá¡ltið skrí­tin og skelfileg þróun.

Það er nýtt lag með 200.000 naglbí­tum í spilun á rás 2. Hefur einhver heyrt það? Úbbs! það er ótrúlega stolið, ég hef sjaldan eða aldrei heyrt stolnara lag. Það er nánast eins og ogvodafone-lagið, woohoohooooo! Ég vona bara að restin af plötunni sé frumsamin því­ mér þótti þetta alltaf fí­n hljómsveit og vil helst ekki þurfa að skipta um skoðun.

Vefsíða dagsins er eiginlega ekki fyrir viðkvæmar sálir þannig að þið getið skoðað þessa í staðinn. Þið hin sem eruð forvitin um dagssíðuna getið kí­kt á þessa mynd. Látið ykkur þetta að kenningu verða og hættið að bora í nefið, krunkararnir ykkar!

hvernig skyldi bókmenntafræðingunum lítast á þetta?
Góða nótt.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker