miðvikudagur, október 22, 2003

Ég lenti í hrakningum síðasta laugardag. Þannig er mál með vexti að ég fór í­ flugferð eins og áður hefur komið fram. Umhverfis höfuðborgina er ógrynni sveitavega sem enginn veit hvert liggja enda liggja þeir til allra átta. Við flugum yfir einn slí­kan og sáum 4 bíla mætast og stöðva á miðjum veginum (2 og 2 saman, úr sitt hvorri áttinni >><<). Út úr fremri bí­lunum (>><<) stigu rumungar miklir, íklæddir joggingbuxum og ermalausum bolum (það var skítakuldi og rigningarúðii). Úr aftari bí­lunum (>><<) stigu svo tveir menn, annar klæddur Armani jakkafötum en hinn var í­ Calvin Klein gallabuxum og Fruit of the Loom háskólabol. Okkur dauðbrá þegar við sáum þessa merkismenn skiptast á bögglum (og þá er ég sko ekki að tala um neina jólapakka) en þrátt fyrir skjálfta náði ég myndum af þessari athöfn. Okkur brá enn meira þegar við sáum að þeir höfðu orðið okkar varir. Beljakarnir þrifu báðir skotvopn úr buxnastengjunum (eða g-strengjunum, hver veit?)
og hófu skothríð sem okkur tókst með naumindum að forðast. Allir krimmarnir (þegar hér var komið sögu var okkur orðið ljóst að það hlytu þeir að vera) stukku upp í­ bí­la sí­na og gerðu sig lí­klega til að elta okkur á jörðu niðri. Ég náði að mynda númeraplötur allra bílanna áður en við stungum þá af (bí­lar þurfa nefnilega vegi en flugvélar ekki). Eftir lendingu á Sléttunni hringdum við í lögguna og sögðum okkar farir ekki sléttar. Við vorum boðuð í­ skýrslutöku og að henni lokinni fengum við lögregluvernd þar sem mafíósarnir höfðu eflaust séð einkennisstafi flugvélarinnar. Sennilega hafa glæponarnir átt í­ vandræðum með að finna okkur því það var ekki fyrr en í nótt að aftur dró til tíðinda. ég vaknaði við að kötturinn fór að mjálma og hegða sér mjög undarlega. Ég hélt að hún væri eitthvað veik og fór fram úr til að gá að henni en þegar ég gekk framhjá svefnherbergisglugganum varð ég vör við hreyfingu í garðinum. ég gægðist varlega út og sá hettuklæddan jaka vera að læðast upp að húsinu. Ég leit á löggubí­linn og sá að löggurnar sem áttu að gæta okkar voru sofandi (seinna kom í ljós að svefnlyfi hafði verið laumað í­ kleinuhringina þeirra). Ég stökk í­ sí­mann og hringdi í neyðarlí­nuna en fékk ekkert svar (seinna kom í­ ljós að nafnlaus aðili hafði sent þangað kassa með kleinuhringjum, hvort það er samhengi þarna á milli, veit ég ekki), þannig að ég ákvað að taka til minna ráða (þau voru soltið dýr) og náði mér í­ kveikjara og hárspreysbrúsa. Það leið ekki á löngu þar til að ég heyrði að rjálað var læsinguna á útidyrunum og ég beið því­ reiðubúin með vopn mín og verjur þar til ég sá hurðarhúninn snúast og dyrnar opnast. Durgurinn gæðist laumulega inn en hann átti sko ekki von á mér og eldvörpunni minni. Þegar hann hafði fengið að kenna á henni, hrökklaðist hann argandi út í ­ snjóskafl og lá þar veinandi nokkra stund. Hávaðinn vakti hálfa götuna og eftir öskamma stund voru nágrannar mínir komnir út, margir hverjir vopnaðir, og átti dólgurinn sér nú ekki undakomu von. Hraustir menn vöktu löggurnar sem tóku illmennið höndum og óku svo svefndrukknar á braut. Í morgun hringdi svo aðallöggan og sagði mér að mannfjandinn hefði sagt til allra félaga sinna og að þeir væru nú allir komnir bak við lás og slá þar sem þeir myndu hí­rast til eilífðarnóns enda afkastamestu dóp- og pulsusalar landsins. Ég átti semsagt þátt í því að uppræta Mafíu Íslands.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker