Kristján rokkar feitt í kastljósinu.
Eftirfarandi fyrirsögn á mbl.is vakti athygli mína í dag:
Skólastjóri sýknaður af því að hafa troðið fisk upp í nemanda
Skólastjóri í Norwich í Englandi hefur verið sýknaður af því að sýna 11 ára nemanda harðræði með því að taka hann hálstaki og troða fiskhaus upp í hann.
Staðhæft var fyrir rannsóknardómi í Norwich, er málið var tekið fyrir, að skólastjórinn, David Watkins, hafi troðið haus á dauðum fiski upp í piltinn. Hins vegar þótti rökstuðningur og vitnisburður það ónákvæmur og óáreiðanlegur að dómari ákvað að venjulegur dómstóll myndi ekki geta dæmt í málinu og felldi það því niður.
Framburður sex vitna að hinni meintu árás og kölluð höfðu verið fyrir var um flest ólíkur. Þá er piltinum, sem bar sök á skólastjórann, lýst sem „prakkara".
Þetta er gríðarlega falleg framtíðarsýn fyrir vinkonur mínar í kennarastéttinni. Ég vona að minnsta kosti að þær noti aðrar aðferðir til að fást við "prakkarana".
Ég er enn í heimildaleit og í dag rakst ég á enn eina síðuna sem fjallar m.a. um dauðann. Hún er vefsíða dagsins. Í þetta skipti er hún ekki sérstaklega blóðug en býsna skemmtileg. Spáiði í að þetta er m.a. það sem ég er búin að vera að nema við HÍ síðustu ár! Useless education?
Ekki frekar en bókmenntafræði.
Ég er að fara í saumó, góða nótt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli