Ég má nú eiginlega ekki vera að þessu en ég verð samt að segja frá því að jólaföndrið var einstaklega skemmtilegt. Ég á langbestu vinkonur í heimi. Partýið um kvöldið var ekki síður skemmtilegt en ég held að við vinkonurnar höfum verið dálítið búnar eftir allan hláturinn og skætinginn um daginn, a.m.k. voru vinir (og ættingjar) húsbóndans heldur "hressari" en við. Ógislega gaman allt saman.
Nýja (fyrir þremur vikum) kaffikannan var vígð um helgina, það var eiginmaðurinn sem sá um það, ég hef ekki enn prófað kaffið góða því að ég hef hingað til notað góðu espressókönnuna sem góðu vinkonur mínar gáfu okkur í brúðkaupsgjöf. Takk stelpur!
Þið eruð rosalega vel gefin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli