miðvikudagur, desember 03, 2003

SAMVISKUBIT DAUÐANS!
Ég er hræðileg móðir og ekki er faðirinn mikið skárri. Þannig er mál með vexti að í síðustu viku sótti faðirinn soninn í leikskólann og þegar heim kom, henti sá eldri í mig miða sem fjallaði um dagskrá leikskólans í desember. Ég sat við ritgerðarskrif og próflestur og mátti því ekkert vera að því að lesa miðann. Um helgina ætlaði ég svo að kynna mér málið en þá fannst helv. bleðillinn hvergi. Í gær sótti ég soninn á leikskólann og bað fóstrann um nýjan miða svo ég gæti nú fylgst með. Hann fann hvergi eintak en lofaði mér því að hafa það tilbúið fyrir mig í morgun. Pabbinn fór svo með drenginn í morgun og sótti hann nú síðdegis þar sem ég er enn á kafi í ritgerð. Hei! Haldiði að það hafi ekki verið foreldradagur í dag! Allir foreldrar mættu og föndruðu pínu með börnunum, smökkuðu piparkökur sem þau höfðu málað og hlustuðu á þau syngja jólalög. Aumingja litli snillingurinn minn! Oj hvað hann á hræðilega foreldra. Mér skilst reyndar að hann hafi bara skemmt sér ágætlega, en samt! Mig langar bara að fara að grenja! Gat bévítans fóstrinn ekki látið mig vita í gær! Ég sagði honum að ég vissi ekkert um dagskrána framundan! %#@&%#"!

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker