fimmtudagur, febrúar 12, 2004
Það er bara allt að gerast þessa dagana. Í gær flutti glænýtt skrifborð inn í svefnherbergi okkar hjóna og í kvöld fylgdu nokkrar hillur í kjölfarið. Hver veit nema raunveruleg ljósakróna birtist í eldhúsloftinu og leysi þá rússnesku af hólmi? Allt getur gerst! Íbúðin okkar hefur verið að taka vaxtakippi síðustu tvær vikur og skyndilega er hægt að finna pláss alls staðar. Vonandi fylgja þessu engir vaxtaverkir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli