fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Lengi hef ég lúrt á fjársjóði en nú er kominn tí­mi til að deila honum með umheiminum. Mér finnst gaman að skoða blogg annarra og hef gert það nokkuð lengi, en ekki nennt að hlekkja á þessi blogg fyrr en nú og geta áhugasamir skoðað hlekkina hér til hliðar. Ég held að það sé rétt að ég segi ykkur aðeins frá hverjum og einum.

Leibbalingurinn er sætasti gæi í­ heimi og aðdáandi Villa Naglbí­ts.

Guðfaðirinn er vonandi tilvonandi eiginmaður vinkonu minnar.

Dr. Gunna þarf vart að kynna.

Heimsborgarinn gefur skemmtilega innsýn í­ líf einhleypra, samkynhneigðra háskólanema og vann þar að auki einu sinni með mér.

Kýrhausinn segir frá lífi þjóðfræðings að loknu námi og er á góðri leið með að verða framhaldsskólakennari.

Heilaga beljan á sérvitran kött sem heitir Fí­del og hefur hann haldið mörg þjóðfræðipartý.

Illugaskotta er draugur sem býr í­ turni með rottu.

Blamla gekk einu sinni með mér yfir Kjöl (næstum því­ allan).

Bedda er fyndin stelpa sem vinnur á leikskóla og ætlar bráðum að giftast manni sem var einu sinni í kjól og með fjólubláar krullur. Hún er með heitan pott heima hjá sér en ég hef aldrei komið í­ hann þar sem ég þekki Beddu ekki neitt.

Blindgata skrifaði ævisögu Ruthar Reginalds og liggur ekki á skoðunum sí­num.

Beggi er afturbata hjartasjúklingur og getraunabloggari.

Aðkomumaðurinn er fyrrverandi blaðamaður og núverandi kennari. Hann elti ástina í sjávarþorp út á land og honum er kennt um allt sem aflaga fer í plássinu (eiginlega ætti ástin hans að vera hér lí­ka en hún fær ekki aðgang fyrr en hún byrjar að blogga aftur).

Matarást skrifar um mat og ég slefa oft yfir blogginu hennar.

Sí­sí­ er í­ Brúðarbandinu og er nýbúin að kaupa sér íbúð.

Nornasveimurinn er einfaldlega langbesta blogg ever...

Uppgjafarblaðamaðurinn hefur skoðanir á öllu og kann krassandi sögur.

Lúní­ á marga Vanilla sky boli og býður upp á alls kyns fegrunarráð.

Húsmóðirin vill ekki búa í­ svona innlits útlits íbúð.

Pezkallinn er maður frænku minnar og er núna í­ sumarfrí­i.

Kisukonan er frænka frænku minnar og hún kann dönsku betur en margir.

Það eru reyndar fleiri sem mættu vera hérna en þeir fá ekki inngöngu í­ fjársjóðskistuna fyrr en síðurnar þeirra hætta að fela sig.
Njótið vel!

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker