fimmtudagur, mars 18, 2004

Það má eiginlega segja að með þessu bloggi sé ég að taka áskorun

Hann Magnús Ingvar Bjarnason sem í gærkveldi hlaut viðurnefnið "Undur Íslands" er sko alveg náskyldur mér! Þegar hann var lítill pjakkur þá kallaði hann mig alltaf sögufrænku því mér þótti svo gaman að segja honum alls konar sögur. Ég hef aldrei síðar hitt nokkurt barn sem hlustar af jafn miklum ákafa og hann gerði, hann beinlínis drakk í sig hvert orð sem hraut af vörum mínum. Sögurnar fjölluðu yfirleitt um strák sem hét Magnús og var hann gæddur undraverðum hæfileikum og því er mér skapi næst að álykta að það sé mér að þakka að Magnús fór að þróa með sér þennan undraverða hæfileika að halda á strauborði með andlitinu!

HÚRRA FYRIR UNDRI ÍSLANDS!!!
(húrra fyrir mér!)

Pezkall, var þetta í lagi?

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker