föstudagur, maí 28, 2004
Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum hefur DV runnið inn um lúguna hjá mér síðustu þrjá daga. Ég verð bara að segja að blaðamennirnir sem þar skrifa eru hreinlega að fara á kostum, bæði hvað varðar efnisval og eins hvernig fréttirnar eru skrifaðar. Frásagnirnar af dúkauppreisninni á Alþingi og eftirköstum hennar eru til dæmis alveg unaðslegar og það sama er að segja af bréfaskriftum Jóns Steinars. Einhvern veginn minnir þetta mig á skólablöð framhaldsskólanna. Ég er alvarlega að hugsa um að kaupa mér áskrift.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
jú einmitt!
kannski ert þú að detta inn í pakkann sem ég var með fyrir rúmu ári síðan, fékk dv inn um lúguna hjá mér í 10 mánuði án þess að þurfa að borga krónu! svo var greinilega farið í saumana á áskriftarkerfinu og einn daginn hætti blaðið að birtast
það var hinsvegar eftir ofurgulupressuvæðinguna, þannig að ég verð að segja að ég sakna blaðsins ekkert óhemju mikið. engin tónlistargagnrýni lengur, einu sinni!
Skrifa ummæli