þriðjudagur, maí 04, 2004
Ég veit að ég lofaði einhvern tíma að blogga ekki meira um baðherbergið þannig að ég læt það vera. Hins vegar lofaði ég aldrei að blogga ekki um flísar, nú er nefnilega svo komið að okkur vantar flísar á ákveðið herbergi í íbúðinni. Vandamálið er að við hjónin eigum í mesta basli með að komast að samkomulagi um það hvað fari veggjunum vel, við erum búin að þvælast á milli verslana og skoða allt sem til er en niðurstaðan lætur eitthvað bíða eftir sér. Þjónustan í þessum verslunum er ákaflega misjöfn, í einni stóðum við og orguðum í þeirri von um að fá afgreiðslu en gáfumst upp eftir korter. Húsasmiðjan sýnir stundum sínar góðu hliðar eins og t.d. strákinn sem afgreiddi okkur í dag. Eina vandamálið var að okkur hjónunum er ekki viðbjargandi. Við erum svo ótrúlega ósammála að það þarf kraftaverk til þess að við getum klárað herbergið sem ég lofaði að blogga ekki um. Vonandi endar þetta ekki með því að við förum að innrétta hvort sitt herbergið sem ekki á að blogga um.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli