miðvikudagur, maí 12, 2004

Rétt áðan sat ég við eldhúsborðið og hlustaði á Edith Piaf auk þess sem ég gluggaði í Tímarit Morgunblaðsins frá síðasliðnum sunnudegi. Ég rak aukun í stutt viðtal við Hildi Helgu Sigurðardóttur og renndi yfir það að gamni, þegar hún var spurð eftir hvaða lífsspeki hún færi, svaraði hún “Je ne regrette rien”. Í sömu mund söng Edith “ Non, je ne regrette rien”. Tilviljun eða skilaboð að handan?

6 ummæli:

Steinsen sagði...

Til lukku með lúkkið ;)

Nafnlaus sagði...

Ég held þetta hafi verið skilaboð frá Edith sjálfri, um að þú eigir að sjá leikritið.
Hvað þýðir þetta annars, ég hef nú aldrei lært neitt í frönsku en mér finnst þetta gæti þýtt, "ég sé ekki eftir neinu" eða eitthvað svoleiðis. Það er ágætis lífsspeki. Nema þegar maður gerir eitthvað fáránlega heimskulegt. Hmm þar með er lífspekin fokin út í vindinn.
Kv. bmd (nenni ekki að skrá mig, hvaða rugl er það?)

Hildigunnur sagði...

annars skil ég hana ekki alveg, hún HLÝTUR að sjá eftir ýmsu, manneskjan :lol:

Hildigunnur sagði...

tilviljun

annars skil ég hana ekki alveg, hún HLÝTUR að sjá eftir ýmsu, manneskjan :lol:

Ljúfa sagði...

Hildigunnur: hvor þeirra?

Hildigunnur sagði...

hildur helga!

 
eXTReMe Tracker