miðvikudagur, september 22, 2004

Jæja, einhverjir kíkja hér við öðru hvoru þannig að ég má víst ekki vera of dónaleg eða hvað?

Leifur bað um auðveldari vísbendingar, nú er bara að sjá hvað ég get gert. Eins og áður hefur komið fram er hljómsveitin ameríkönsk, hefur tengsl við Kryddpíurnar (sérstaklega eina þeirra) og Simon & Garfunkel. Sagan segir að hin Texasættaða söngkona sveitarinnar hafi kynnst bandinu þegar hún vann sem gengilbeina á bar þar sem sveitin kom eitt sinn fram. Hún skellti í sig nokkrum skotum, stökk svo upp á svið og tók lagið með þeim og varð eftir það fullgildur meðlimur og átti stóran þátt í gríðarlegum vinsældum hljómsveitarinnar á síðari hluta 9. áratugarins (eitís). Þetta hlýtur að segja ykkur eitthvað.

2 ummæli:

hulda sagði...

Hmmm, Dixie chics eða hvað þær nú heita...Alla vega það er mín ágiskun

Sigga sagði...

Edie Brickel and the New Bohemians!
Sagan segir allavega að Edie hafi byrjað í því bandi svona.
En ég stend á gati varðandi tengsla þeirra við Spice Girls eða Simon & Garfunkel?
Hmmm...

 
eXTReMe Tracker