föstudagur, september 17, 2004

Kæru lesendur (ef einhverjir eruð), velkomnir að skjánum!

Dagskráin í kvöld er ekki með sérlega fjölbreyttu sniði en við byrjum á fréttum.
Í fréttum er þetta helst:
Ástkær og elskuleg fartölvan mín er komin af sjúkrahúsi eftir vikudvöl og þótti henni vistin slæm, hún fékk ekki þá ást og umhyggju sem henni ber og er það miður. Ég vona að ég þurfi aldrei aftur að senda hana frá mér því að þetta var ein hræðilegasta vika í lífi mínu og yndið mitt er bæklað í þokkabót.
Enginn reyndi við síðustu vísbendingu þó að hún ætti að gera öllum ljóst um hvaða amrísku hljómsveit ég er að spyrja. Ekki verður birt ný vísbending fyrr en einhver huguð vera sýnir dirfsku og giskar.
Dagskráin verður ekki lengri að sinni, góðar stundir.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker