Skrítinn dagur þetta. þegar ég skilaði snillingnum í leikskólann í morgun blasti við mér sótugt og illa útlítandi hús við Lækjargötu. "Hvur andskotinn skeði þarna?" hugsaði ég. Skömmu seinna fékk ég svar við því; snarbrjálaður brennuvargur á ferðinni í nótt. Heimur versnandi fer. Rússar og Tétjenar drepa börn í tugatali. Hvert stefnir þetta eiginlega? Ákvað að slá þessu upp í kæruleysi og kaupa mér góða lykt í Body Shop. Ég var greinilega eitthvað aumingjaleg í Smáralindinni í dag, ég held bara svei mér þá að allur alheimurinn hafi verið á hvolfi. Fyrsti viðkomustaður var Skífan (sem ég hef ekki komið inn í í mörg ár) og haldiði ekki að diskurinn sem mig langaði mest í í öllum heiminum hafi verið til! (eitt eintak sem ég er að hlusta á núna) Lyktin sem mig langaði í var líka til í Body Shopl. Fór svo í búð með brothættu drasli og sveiflaði pokanum í glerkertastjaka og braut hann, þurfti samt ekki að borga. Fór svo á skyndibitastað sem ég hef ekki prófað áður og pantaði, gat ekki borgað með korti því að það var bilun í símkerfinu, ég leit líklega út fyrir að vera aðframkomin af hungri því að pilturinn á kassanum(a.m.k. tíu árum yngri en ég og helmingi mjórri, öfugt við félaga hans á næsta kassa) endaði á því að bjóða mér upp á matinn, eins gott því að maturinn var forvondur, flokkast eiginlega undir hroðbjóð og ég ætla sko aldrei að borða þarna aftur. Takk samt, þetta var næstum eins og góði maðurinn í Rúmfatalagernum í gæsapartýinu og það er góð lykt af mér.
Nú langar mig hins vegar að leggja getraun fyrir ykkur, lesendur góðir:
Með hvaða amerísku hljómsveit er geisladiskurinn sem ég keypti mér í dag?
(aukagetraun: hvað eru mörg í í færslunni?)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Amk 2x2 í í röð, en Leifur frændi verður að svara þessu með hljómsveitina!
Kv. dísin
bara eitt - færslunn-I-
Ég held að þú verðir að lesa betur Hildigunnur, það er ekkert í í orðinu færslunn-I.
ókei, ekki lítið i heldur stórt, en samt eitt í færslunni,
ætli maður geti látið word fara í gegn um greinina og telja ákveðna stafi. humm!
Skrifa ummæli