Um daginn rakst ég á svona "ég man" blogg (þó að ég muni alls ekki hvar ég rakst á það). Ég man svosem líka ýmislegt, en þið?
Á meðal þess sem viðkomandi mundi var þegar kostaði 50 kall í sund, ég kalla það ekki að muna sérlega langt. Hér kemur minn listi og mér þætti óskaplega vænt um að þið rifjuðuð upp það sem þið munið í kommentakerfinu.
Ég man
-þegar það kostaði 50 aura í strætó
-ísboltar
-lög unga fólksins
-Jónína Ben með morgunleikfimi í ríkisútvarpinu
-svarthvítt sjónvarp
-fyrsta sería "einu sinni var" í sjónvarpinu
-fyrsta plata Kötlu Maríu
-vinsældarlisti rásar 2
-plastslaufur og satínskyrtur
-broddaklipping með sítt að aftan
-teiknimyndir fyrir tíma talsetningar
-útvíðar buxur áður en þær urðu hallærislegar og svo aftur heitar (mig minnir að ég hafi svarið þess dýran eið að láta aldrei sjá mig í svoleiðis)
-allir söfnuðu servíettum og spilum
-pennavinadálk æskunnar (það var þegar fólk skrifaði alvöru bréf og sendi með sniglapósti)
-leikritið "tordýfillinn flýgur í rökkrinu" í útvarpinu, og líka leikgerð einhverrrar Ævintýrabókar Enyd Blyton á laugardegi í útvarpinu
-óskalög sjúklinga og sjómanna
-hvar ég var þegar ég heyrði um dauða John Lennon (gott ef mamma klökknaði ekki)
-þegar carmenrúllur voru daglegir gestir í hári kvenna
-sauðagærur
-þegar kjúklingar voru algjör sparimatur
-þegar líterskók í gleri dugði fjögurra manna fjölskyldu og vel það, með máltíð
-Jóga drykkur með epla eða jarðaberjabragði
-veggfóður á öllum veggjum
-bravo og pop rocky blöð
-peningar fyrir myntbreytingu
-sindí og deisí dúkkur
Hvað munið þið?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Æði...ég man efttir axlapúðum og neonlitum. og pokapilsum og buxnapilsum, kúkalabbabuxum og indíánabolum. Glærum snúsnúböndum með bleikum gormi inní. Þegar kók í gleri kostaði 28kr og fimmtíukallinn var brúnn bréfpeningur. Ég man líka að það var oftast sól.
Ég man þegar skott var í tísku (hártísku), safnað var glansmyndum og límmiðum. Brenni, rc-cola, íscola, góðum teiknimyndum eins og Gummy Bears, Furðuveröld, Prúðuleikararnir og Litlu prúðuleikararnir ofl. Man reyndar ekkert sérstaklega eftir að það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum. Kúkalabbabuxur, túpeiraður toppur, þegar ég sá vídeospólu í fyrsta skipti (vá hvað þetta voru stórar spólur), Dallas, fyrstu vídeótækin, Beta tækin, plötuspilarar og plötur. Þegar það kostaði um 300 kr í bíó. Símstöð, gamli sveitasíminn, hvað stöð 2 var merkileg, þegar RÚV var eina sjónvarpsstöðin og Rás 1 og Rás 2 eina sem við náðum í útvarpinu. Voffar og Trabantar. Lög unga fólksins, Óskalög sjómanna. Sindy dúkkur, 1 l kók í gleri, þegar gos kom í dósum og plasti, fótanuddstækið, Bravo blöðin.
Mér finnst þetta þrælskemmtilegt blogg hjá þér Ljúfa, fær mann til að rifja upp gamla og nauðsynlega tíma :) Þetta er mjög þjóðfræðilegt!
mín slaufa var lillablá með svörtum doppum, við höfum greinilega verið ofurpæjur.
Takk fyrir að lesa. Nú er ég orðin viðbjóðslega forvitin.
Skrifa ummæli