sunnudagur, október 31, 2004

Yfirleitt þoli ég ekki þegar Íslendingar taka upp ameríska merkisdaga, sérstaklega ekki Valentínusardaginn þar sem við eigum séríslenska daga sem gegna nánast sama hlutverki, að minnsta kosti í nútímanum. Hrekkjavaka hefur hins vegar alltaf heillað mig og mér þykir ekki verra að hún á uppruna sinn hjá nágrönnum okkar, Keltum, mér finnst líka svo frábært að hún er lifandi þjóðfræðilegt fyrirbæri. “Liminality“ er hugtak sem er vel þekkt meðal þjóðfræðinga og byggist á því að við öll tímamót eða landamæri er ákveðið hættuástand og það er vel þekkt að alls konar óvættir komist á kreik eða að sérstakt ástand skapast. Þetta þekkjum við Íslendingar vel, kýr tala á Jónsmessu, huldufólk og draugar fara á kreik um áramót og á þrettándanum og svo má lengi telja. Þeir sem hafa áhuga á að vita meira geta kíkt á þetta (eða bara googlað). Í tilefni af Hrekkjavöku ætla ég að birta hérna lista (í engri sérstakri röð) yfir þær hrollvekjur sem hafa vakið mér ugg eða heillað mig að öðru leiti í gegnum tíðina.

La Chiesa öðru nafni The Church, mjög skerí djöflamynd.
The white buffalo kannski ekki beint hryllingsmynd en ég var svo skelfingu lostin þegar ég sá hana fyrst sirka 10 ára gömul, að ég þorði ekki að vera ein úti eftir myrkur.
Rosemary's baby einfaldlega drottning hryllingsins.
The Blair witch project kannski ekki sú skemmtilegasta en ég vildi helst ekki fara í þvottahúsið í myrkri eftir að ég sá hana.
Candyman segðu það þrisvar... ef þú þorir!
The Birds hvað get ég sagt?
The others ég horfði á hana tvisvar í röð.
The Ring ég hef ekki enn þorað að horfa á hana aftur.
Riget eða Lansinn. Er ekki orðið tímabært að endursýna þessa þætti?
The Stepford wives ég var varla orðin unglingur þegar ég sá þessa en hún situr enn í mér því að stundum grunar mig að karlmenn vilji í raun og veru hafa okkur konurnar svona.
The Changeling ég þarf bráðnauðsynlega að sjá þessa aftur.
Signs besti geimveruhrollur ever. War of the worlds var líka góð en hljóðritunin er betri.
Pet sematary úff, 100 gelgjur sem hrökkva við, öskra og grenja í bíó! Veit ekki hvort er skelfilegra, það eða myndin.
The lost boys hugsa sér, ég var nærri búin að gleyma þessari. Samt er þetta eina myndin sem ég hef séð tvisvar í bíó. "Sleep all day, party all night, never grow old, never die, it's fun to be a vampire" (eða mig minnir að þetta hafi verið svona).
Omen myndirnar. Ég tók fyrst eftir Carmina Burana í myndinni með Sam Neil, snilldar leikari og snilldartónlist.


Þetta eru þær myndir sem ég man eftir í fljótu bragði en ég er örugglega að gleyma einhverjum meistaraverkum. Ég veit, ég er geðveik að elska svona drasl en það eru bara ekki til nein lyf við þessu!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þoli ekki hrekkjavöku! En ég þoli þig ágætlega. Takk fyrir síðast
kveðja
Ása Lára frænka

Ljúfa sagði...

Þakka þér og sömuleiðis. Nú bíð ég bara spennt...

 
eXTReMe Tracker