fimmtudagur, desember 02, 2004

Kristján er alveg búinn að missa það. Skyldi tónleikahaldarinn ekki iðrast þess að hafa haft karllufsuna gjammandi við hliðina á sér í Kastljósi? Þvílkan ruddaskap hef ég ekki séð í sjónvarpi. Nýja stúlkan (sem ég man ekki hvað heitir) stóð sig prýðilega þrátt fyrir að durgurinn hefði reynt að draga brjóstin á henni inn í umræðuna. Ég kem ekki til með að kaupa diskinn. Djöfull var Sigmar samt vandræðalegur.

p.s. minni á getraunina.

2 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Ef væri ég söngvari ... þá myndi ég annaðhvort segja nei við beiðnum um að syngja á styrktartónleikum. Velja síðan kannski 2 eða 3 á ári en segja stopp þegar nóg væri komið. Allra síst myndi slá mig til riddara og láta líta út eins og ég væri að gefa vinnu mína á meðan svo væri ekki.

Hildigunnur sagði...

tja, ef það að ætlast til að góðgerðarsamkomur séu einmitt það, en ekki gróðafyrirtæki er að vera sveitalubbi, þá vil ég bara gjarnan vera sveitalubbi! Maðurinn er sjálfhverfur auli!

 
eXTReMe Tracker