Þar sem ég ligg bara í eymd hef ég litla nennu til að gera annað en að lesa og glápa á imbann. Ríkissjónvarpið hefur oft mátt þola harða gagnrýni fyrir efnisval, stundum er ég sammála, stundum ekki. Ég held að ég hafi samt aldrei séð annað eins krapp og það sem yngri áhorfendum er boðið uppá rétt fyrir kvöldfréttir á föstudögum. Aumkunarverða, krúttlega löggan úr Beverly Hills cop myndunum leikur snargeðveikan fjölskylduföður sem gerir sitt besta til að koma í veg fyrir að fjölskyldan umgangist annað fólk. Börnin ganga ekki í skóla fyrr en þau eru komin á unglingsaldur, fram að því kennir pabbinn þeim heima. Þegar börnin koma loks út í lífið, eiga þau í mesta basli með að aðlagast og eignast vini, þannig væri það a.m.k. í raunveruleikanum en í þættinum dugar að þau bjóði v.i.p. liði skólans til fæðingarhátíðar fjölskyldunnar. Fæðingahátíðin er eitthvað sem fjölskyldan fagnar í stað afmælisdaga en ekki er venjan að bjóða neinum utanaðkomandi. Fjölskyldufaðirinn mölvar leirkrús með kylfu, allir borða vondan mat (sver það) og svo syngur pabbinn en mamman spilar undir á píanó. Þvínæst hlusta allir saman á upptökur af sársaukaópum og blótsyrðum móðurinnar við fæðingar barnanna þriggja, að lokum er venjan að dansa við tónlinst frá fyrri hluta síðustu aldar. Úbbs! Þetta svínvirkaði og nú eru unglingarnir ógislega vinsæl meðal flottasta liðsins í skólanum. Je ræt! Svo þoli ég ekki þegar leikarar sem eru á þrítugsaldri og líta út fyrir það, leika 15 ára krakka. Fyrir hvern eru svona þættir sýndir á Íslandi? Krakkar undir 10 ára aldri hafa ekki ýkja mikinn áhuga á textuðu barnaefni og krakkar yfir 10 ára eru orðin of klár fyrir svona lagað, samt held ég að verið sé að reyna að höfða til unglinga. Þetta minnti mig helst á unglingabækur Andréss Indriðasonar þar sem söguhetjan var algerlega heilög og eyddi miklu púðri í að snúa öðrum frá villu síns vegar. Hvers vegna er ekki hægt að sýna eitthvað sem minnir meira uppátæki Orms og Ranúrs? Íslenskir unglingar eru ekki fávitar en við komum þannig fram við þau með því að bjóða þeim upp á svona djöfulsins dellu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
12 ummæli:
Þar sem ég er afspyrnu afskiptasamt foreldri hef ég lagt það í vana minn að fylgjast með því sem börnunum er boðið upp á í sjónvarpi og verð ég að vera hjartanlega sammála þér með þennan þátt. Hann er slæmur er samt ekki eins mikið ógeð og Snjóbörnin á Stöð 2. Þá fyrst langar manni að gubba.
Ég verð nú bara að játa það að ég er ekki alveg með á nótunum um hvað verið er að ræða, kannski vegna þess að ég er barnlaus og kannski vegna þess að ég horfi nánast aldrei á stöð 1 (líklega vegna þess að mér finnst það algjör frekja að þurfa að borga afnotagjöldin - þ.e.a.s. NEYDDUR TIL ÞESS! ÞAÐ KEMUR ÞEIM BARA ANDSKOTAKORNIÐ EKKERT VIÐ HVORT MAÐUR EIGI SJÓNVARP EÐA ÚTVARP!)
aaah, takk fyrir að vara okkur við, ég sagði verðandi unglingnum frá þessu svo hún þurfi ekki að horfa.
Þetta var víst 2 þáttur af 7 eða eitthvað. Annað eins!
Ég sá brot úr 1. þættinum og verð að segja að það var nóg til þess að ég mun ekki gefa þeim frekari séns.
Er þetta enn aumara en Walt Disney myndirnar sem þeir sýna?
Aumara? Þetta er svo aumt að "aumt" nær ekki alveg að lýsa þessu! Það er samt inn á milli sýnt gott barnaefni, til að mynda Svampur Sveinsson á Stöð 2 er bara fyndið!
Svampur er snilld!
Æ, það getur vel verið að ég sé að rugla Andrési og Eðvarði saman en mér fannst þeir báðir óstjórnlega leiðinlegir.
Heyrðu..ertu alveg að farast úr eymd(lesist: bloggleti) yfir þessum þætti?
Úff, Eðvarð Ingólfsson, maður var bara búinn að gleyma hversu HRÆ-ÐI-LEG-AR þær bækur voru. FLASHBACK FLASHBACK...... :´-(
LIGGURU ENN???
kv
slr
Halló? Hvar ertu? Ertu orðin samvaxin sófanum?
Skrifa ummæli