Aldeilis búin að svíkja loforðið.
Sumarbústaðarferðin um síðustu helgi var eins og hún átti að vera fyrir utan smávægileg heilsufarsvandamál sem virðast hrjá lýðinn um þessar mundir. Þið hefðuð bara átt að smakka súkkulaðikökuna sem ég bakaði og ekki var nú rjóminn slæmur heldur, að ég tali nú ekki um folaldið sem ég steikti!
Borðaði hálfa bollu og sleppti saltkjötinu alveg enda er það alveg ljóst að ég þarf að endurskoða mataræðið ýtarlega ef ég ætla ekki að þorna alveg upp.
Ekkert nýtt að frétta af hugleiðingum um húsnæðiskaup.
Eiginmaðurinn búinn að vera í Danmörku síðan á þriðjudag, kemur heim á laugardag og eins gott að hann kaupi eitthvað fallegt handa spúsu sinni.
Ædolpartý og spaghettí fram undan og svo bara brjáluð vinna um helgina.
Nýtt viðmót á kommentakerfinu... miklu skemmtilegra en það gamla.
Var að rifja upp Hello og setti þess vegna inn mynd hér fyrir neðan, ætla að leyfa henni að vera enda börnin gullfalleg og hvers manns hugljúfi.
Ódáðaborg er frábær þáttur.
Furðuleg færsla en svona það sem mér liggur helst á hjarta.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli