þriðjudagur, febrúar 15, 2005
Ég er með strengi í dag (fæ aldrei harðsperrur). Lét loks verða af því í gær að vígja líkamsræktarkortið sem ég er búin að eiga í þrjár vikur en hef ekki getað notað sökum heilsuleysis. Ég tók ágætis þyngd í tækjum fyrir maga, rass og læri en þegar kom að efri hluta líkamans var ég algjör aumingi, enda finn ég bara til í bak-, axla-, handleggs- og brjóstvöðvum. Mér líður ótrúlega vel og maðurinn minn er farinn að spyrja hvenær ég fari að taka þátt í fitness. Það mun aldrei gerast.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
dugleg að drífa þig af stað!!!
Það er alveg nóg að fara bara einu sinni. (þú fórst þó allaveganna:))
kveðja
slr
Þú ert hetja!
Skrifa ummæli