laugardagur, febrúar 05, 2005

Ég neyðist til að brjóta loforðið um blogg á dag því að ég er að fara í sumarbústað á morgun og þar er að sjálfsögðu engin nettenging. Fór í barnaafmæli í dag sem var svo framlengt í ædol partý svo að nú hef ég horft á heilan þátt, óruglaðan. Það er svo sem engin þörf á að halda áfram með þessa keppni því að þetta steinliggur hjá Hildi Völu, Heiða verður svo númer tvö ef allt er með felldu. Eða öfugt. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að síðan ég kom heim er ég búin að stúdera keppendur og flutning þeirra fram til dagsins í dag og það eru allar líkur á að næstu föstudagskvöld bjóði ég sjálfri mér í heimsókn til einhverra sem tíma að borga stöð 2. Orð dagsins er Kárahnjúkastykki.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svo þarna varstu þá þegar ég var að reyna að ná í þig. Er þetta eina leiðin til að ná í þig, á þessu kommentakerfi? Jæja, við sjáumst þá í bústað.

bmd

Nafnlaus sagði...

Kárahnjúkastykki: KK, lágvaxinn karlmaður með dökkt hörund, notað í niðrandi merkingu. Áður notað eingöngu um suðurevrópska farandverkamenn en nýlega hefur merking orðsins einnig átt við kínverska karlmenn.

Góðar stundir.
Orðabókaormurinn.

Ágúst Borgþór sagði...

Hvað fannst þér þá um það að Heiða skyldi verða 3. neðst síðast? Vinnur hún eftir það, eða verður í 2. sæti?

Nafnlaus sagði...

Stöð 2 verður í gangi hjá okkur - velkomin :)
Hvað er með húsnæðismálin - hvar, hvernig, hvenær og allt það!!! Nánari fréttir óskast ;)
Nafna

Ljúfa sagði...

BMD: Já við sáumst svo sannarlega í bústað.

Orðabókaormur: Líka notað um íslenskan, karlkyns ædolsöngvara.

Ágúst Borgþór: Mér finnst ömurlegt að Heiða hafi verið 3. neðst, hún á skilið að lenda í 1. eða 2. sæti. Sú sem getur tekið Arethu Franklin svona snilldarlega má bara alls ekki detta út. Ég held að hún geti alveg unnið þrátt fyrir þetta.

Nafna: Mér væri mikil ánægja að þiggja boð þitt ef ég má koma með Leibbalinginn með mér, eiginmaðurinn er hins vegar staddur í Danaveldi. Ég skal segja þér allt um húsnæðismálin þegar við hittumst (reyndar ekki mikið um að vera akkúrat núna) og eins lofa ég því að bjóða þér í baðherbergisskoðun :) Gott að þér tókst að læra á þetta, ég var bara ekki búin að hafa mig í að svara hinu, vonandi fyrirgefurðu það.

Ágúst Borgþór sagði...

Hvernig var í sumarbústaðnum?

Nafnlaus sagði...

Höfum bara hakk og spaghetti um kl 7 fyrir leibbaling og þig :) Það verður gaman að sjá ykkur. Nafna

 
eXTReMe Tracker