mánudagur, mars 21, 2005

Þakka ykkur fyrir hlýlegar hamingjuóskir, það veitir ekki af þeim þegar maður er í þann mund að flytja í rokrassgat úti á landi.

Getraunin veldur því að kommentakerfið mitt logar í skemmtilegheitum svo að ég tími varla að greina frá úrslitum. Kannski ætti ég samt að gera það áður en þið flytjið mig út til Færeyja (þó það sé örugglega fínt að búa þar).
Foreldrar mínir búa reyndar næstum í Vogum eða á mörkum Vogahverfisins í Reykjavík þ.e. á Langholtsvegi. Ég bý nánast í miðbæ Hafnarfjarðar. Ég er allt frá 12 mínútum og upp í hálftíma að keyra þangað, fer eftir umferðinni. Ég tók tímann frá bæjarmörkum tilvonandi heimabæjar og heim til foreldraminna í töluverðri umferð á laugardegi. Aksturinn tók 34 mínútur.
Það er skemmst frá því að segja að ekkert ykkar svaraði rétt svo að ég hef ákveðið að hella aðeins í þann sem komst næst því þegar hann kemur og heimsækir mig, með því skilyrði að hann komi með gítarinn og haldi smá tónleika, hvernig líst þér á það Leifur?

Þið eruð svo öll guðvelkomin í kaffi til mín þegar þið eigið erindi til þorps Satans aka Þorlákshafnar.

Hér má svo sjá myndir af slotinu, það eina sem ég ætla að gera innan dyra er að mála smá.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker