þriðjudagur, apríl 26, 2005

Elskulegur eiginmaður minn fékk leyfi til að fara á flugsýningu í Þýskalandi um síðustu helgi með því skilyrði var að hann keypti eitthvað fallegt handa spúsu sinni í ferðalaginu. Það er skemmst frá því að segja að ég sit við tölvuna með nýja ipodinn minn og alla geisladiskana mína dreifða í kring um mig og hleð niður tónlist eins og snaróð. Það næst örugglega ekki samband við mig á næstunni því að ég verð alltaf úti að hjóla með músík á fullu blasti. Sjáumst næsta vetur.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker