Af hverju þurfum við blóraböggul?
Það keppast allir við finna sökudólg í dag. Sumir kenna fötunum hennar Selmu um úrslitin, aðrir því að lagið hafi verið vont og enn aðrir vilja meina að Selma hafi einfaldlega sungið illa eða að dansinn hafi verið hræðilegur. Þetta angrar mig, lagið var ágætlega flutt og búningarnir komu þokkalega út á sviðinu. Kannski hafa aðrar Evrópuþjóðir einfaldlega ekki sama tónlistarsmekk og við eða kannski er þetta bara helber klíkuskapur en ég vil samt benda á hina þokkafullu flytjendur Slóveníu og Póllands sem urðu líka að lúta í lægra haldi. Slóvenska lagið kom mér eiginlega mest á óvart í gær og ég er bara drullusár yfir að það hafi verið skilið út undan í Austur-Júróvisjón.
Æ ég veit ekki hvað ég er að fara með þessu... við erum samt of fámenn til að vera með skítkast út í fólk sem er að gera sitt besta fyrir okkar hönd á erlendri grundu. Verum bara glöð og höldum með norsurum... eða eitthvað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli