mánudagur, maí 02, 2005

Allt að gerast núna, útborgunardagur og svona. Ég er búin að panta mér tíma í klippingu í dag á stofu sem ég hef aldrei prófað áður, spennandi, ekki síst í ljósi þess að ég hef ekki verið klippt síðan í september. Að þessu loknu ætla ég að gera mér ferð í Skífuna og kaupa tvo miða á Franz Ferdinand, vá hvað ég hlakka til!

Mæli með því að allir horfi á fasteignaþáttinn á skjá einum í kvöld og annað kvöld því að íbúðin mín verður sýnd annað hvort kvöldið, hún er ótrúlega fín og góð og kostar bara 14, 9 spírur!

Mitt fyrsta verk í nýju húsi verður að setja upp myrkvunargluggatjöld í svefnhergin, þegar manneskja af mínu sauðahúsi er farin að sofa þrjá til sex tíma á nóttu þá er eitthvað mikið að. Nú er ég t.d. þurr í augunum, hás, lystarlaus, með vöðvabólgu og ónot í höfði, allt vegna svefnleysis. Ljósið í myrkrinu (eða ætti ég kannski að segja myrkrið í ljósinu) er iPodinn minn, hann hefur nú í tvígang svæft mig. Ég trúi ekki að mér hafi tekist að gleyma lækningarmætti tónlistarinnar. Það ættu að vera mannréttindi að eiga geislaspilara og góða diska. Þessi færsla er að leysast upp í væmni dauðans... eða eitthvað.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker