Ágætur dagur í dag alveg hreint!
Árla morguns ók ég með erfingjann í aftursætinu til Þorps Satans, fyrsti viðkomustaður var grunnskólinn og þar varð drengurinn eftir á meðan ég svipaðist um eftir ákjósanlegum vinnustað. Gott ef ég er ekki bara búin að fá tvær vinnur, störfin eru í sjálfu sér ekkert merkileg en þó ágæt á meðan ég leita að framtíðarstarfi. Drengurinn var svona ljómandi ánægður með skólann og bíður spenntur eftir flutningunum. Ég losnaði við sirka sjö áhyggjukíló þessa þrjá klukkutíma sem við stoppuðum á landsbyggðinni, það er býsna bjart framundan.
Júróvisjón kvöld framundan en ég ætla svo sem engu að spá, geri ráð fyrir að Selma komist áfram og vona að það sama eigi við um lögin frá Póllandi og Noregi. Góða skemmtun í kvöld!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli