fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Fyrir tíu mínútum sat ég fáklædd úti á sólpalli með moggann í annarri og kaffibolla í hinni og velti fyrir mér hvort ég ætti að sækja mér sólvörn. Ég ákvað að láta verða af því og skaust inn, þegar ég kom aftur út skall á þvílíkt úrhelli að annað eins hefur varla sést á Íslandi. Þetta finnst mér notalegt.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker