mánudagur, ágúst 22, 2005

Hálfgert heilsuleysi kemur í veg fyrir mikinn tölvuáhuga. Þetta er svona "of slöpp til að gera gagn/of hress til að liggja í rúminu". Hvernig stendur á því að ég fæ oft svona hálfgildings pestar (pestir? nenni ekki að fletta því upp), því get ég ekki fengið að afgreiða þetta með einni almennilegri árlega?

Æ, maður á ekki að kvarta svona. Einu sinni kvartaði ég yfir einhverju smotteríi hérna og fékk þvílíku skammarræðuna í kommentakerfinu mínu.

Ég verð tölvulaus hvað úr hverju því að skarnið mitt þarf að komast í viðgerð. Veit ekki hvort eða hversu mikið ég nenni að blogga á risaeðluna.

Ég má þó til með að segja frá því að stóri strákurinn minn er byrjaður í skóla! Óskaplega líður tíminn hratt.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker