Þau fimm sem ég klukkaði hafa öll staðið sína pligt og fá að launum eilíft þakklæti. Reyndar var Pezkallinn með einhvern derring og sendi til baka áskorun á mig. Ég á semsagt að semja tvo lista, hvorn um sig a.m.k. fimm atriði.
Fjórtán hlutir sem ég held upp á þótt enginn annar geri það:
1. Fílasaltlakkrísreimar
2. Kvöldsögur á Bylgjunni
3. Pandasúkkulaði með hindberjafyllingu
4. Myndirnar á veggnum í bílskúrnum
5. Íslenskir þjóðdansar
6. Leiðarljós
7. Tarzanblöð
8. Ostur á pylsu í brauði
9. Fíflar
10. Kolbrún Halldórsdóttir
11. Family guy
12. Kirkjugarðar
13. Kebab
14. Sköllóttir karlmenn
Tíu hlutir sem ég þoli ekki en (sumir) aðrir elska:
1. Jarðaberjasulta
2. Támjóir skór
3. Breezer
4. Sálin hans Jóns míns (þ.e. bandið)
5. Grínmyndir sem byggjast á vandræðagangi
6. Indverskur matur
7. Farsímar með myndavélum
8. Framhaldsmyndir frá Disney
9. Fótbolti
10. Andrea Boccelli
Svo hata ég fullorðið fólk sem getur ekki skrifað einföld orð eins og "eitthvað" á eðlilegan máta.
Þa hlídur a vera eikkva a folki sem sgrivar sona. En flest sæmilega þenkjandi fólk er líklega sammála mér.
Jæja, mér er það í sjálfsvald sett hvort ég skora á fleiri en þar sem allir eru uppteknir af klukkinu þá ætla ég ekki að skora á neinn en hvet ykkur öll til þess að skrifa svona lista.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli