föstudagur, september 16, 2005

Það er einhver klukkleikur í gangi á meðal íslenskra bloggara og I´ve been hit. Sem þýðir að ég á að segja telja upp fimm staðreyndir um sjálfa mig. Loksins fæ ég afsökun til að blogga um mig og mig eina (bíddu... en þú ert endalaust að blaðra um sjálfa þig! Nú? Ég hélt að ég væri að þessu til að bjarga heiminum, auðvitað skrifa ég um sjálfa mig, ég meina... hvering er annað hægt? Þú veist að ég er æði er það ekki? En hvað með öll börnin sem svelta og eru beitt ofbeldi? Geta þau ekki bara bloggað sjálf? Sjálfumglaða drósin þín!)

1. Ég þoli ekku sjálfumglatt fólk.

2. Mig langar ótrúlega mikið í hund.

3. Ég er ekki enn búin að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.

4. Mig langar að skoða Machu Picchu en er hrædd um að ég eigi aldrei eftir að gera það.

5. Mig dreymir í lit.

Reglurnar eru þær að ég á nú að klukka fimm aðra. Þau heppnu eru Parísardaman, Hr. Pez, Uppglenningur, Magnþóra og Hjördís.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker