miðvikudagur, september 07, 2005

Það er gaman að bjóða fólki heim þegar maður hefur nægilegt pláss til að taka á móti því.
Það er merkilegt hve margt er öðruvísi þegar maður býr í stóru húsnæði, sem dæmi má nefna að ég er meira en helmingi fljótari að laga til í 200 fermetra húsinu mínu en ég var í 72 fermetra íbúðinni.

Ég sakna Hafnarfjarðar pínulítið en aðallega vegna nágrannanna ská á móti. Við erum hins vegar dugleg að hittast svo að þetta sleppur. Ég sakna höfuðborgarsvæðisins ekki baun, ég er hvort eð er enga stunda að skreppa þetta.

Þorpið er indælt. Á daginn berst inn til mín kliðurinn frá leikskólanum hinum meginn við göngustíginn, seinnipartinn og á kvöldin ríkir kyrrðin ein.

Á morgun ætla ég að byrja í kór nema mér verði úthýst fyrir falskan söng og almenn leiðindi.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker