Það kviknaði hjá mér smá pæling þegar ég las færslu hjá Hildigunni þar sem hún var að velta fyrir sér hvernig linkalistinn liti út eftir tíu ár.
Ætli ég verði enn að blogga eftir tíu ár?
Eftir tíu ár verð ég 41 árs. Ég á frekar erfitt með að sjá fyrir mér að fína frúin sem ég verð, setjist niður milli kvenfélagsfunda og tedrykkju til þess að blogga, samt eru margir bloggarar sem ég les að nálgast fertugt eða þegar orðnir það.
Ég var reyndar rétt í þessu að fatta að ég átti tveggja ára bloggafmæli fyrir tveimur dögum og akkúrat þá var ég í feiknastuði. Mér finnst þetta enn gaman og á meðan svo er þá mun ég halda þessu áfram, enda er blogg í eðli sínu sjálfhverft.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli