fimmtudagur, september 22, 2005

Mig vantar skemmtilegt og vel launað starf með sveigjanlegum vinnutíma og miklum fríðindum.
Fyrr í dag fór ég og kynnti mér aðstæður á einum vinnustað en starfið sem var í boði er algjört skítadjobb og launin ekki mönnum bjóðandi. Vinnuveitandinn er reyndar svo áfjáður í að fá mig til starfa að hann ætlar að búa til snyrtilegt starf handa mér ef hann fær umboð til þess og það þrátt fyrir að ég er orðin alveg glær í framan og með augabrúnir út um allt. Samt ætla ég í plokkun og litun á eftir, hver veit nema það auki eftirspurnina umtalsvert. Ég myndi aldrei ráða glæra, loðna manneskju í ábyrgðastarf.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker