miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Ég hef takmarkaðan tíma til að blogga núna og hin sjúklega löngun til að vera alltaf í tölvunni er ekki lengur til staðar enda nóg að gerast í raunheimum.

Á morgun tökum við hjónin stefnuna á Kaupmannahöfn þar sem við ætlum að eiga rómantíska daga, versla jólagjafir, borða konfekt og drekka rauðvín. Við komum aftur seint á mánudagskvöld. Ég geri ráð fyrir að eiginmaðurinn taki með sér tölvu svo að kannski flyt ég ykkur fréttir í beinni.

Inga Hlín skoraði á mig í enn einni netkeðjunni en það verður að bíða þangað til ég kem aftur nema það verði svo drepleiðinlegt í Kaupmannahöfn að ég finni ekkert betra að gera en að hanga í tölvunni.

Sé ykkur seinna.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker