Mig langar að blogga en veit svo sem ekki um hvað. Á ég að skrifa um að ég var lasin megnið af síðustu viku og að það bráði af mér og að ég er aftur komin með hita? Eða um fundinn sem ég var á í kvöld sem gekk svona glimrandi vel (held ég)? Eða það að ég er hætt að vinna í bili? Eða um bókina sem ég er að lesa?
Ég er að spá í að bjóða ykkur að sjá um þetta fyrir mig:
1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin/nn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu af hverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
Vinsamlegast notið kommentakerfið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli