fimmtudagur, febrúar 23, 2006


Í næsta nágrenni við heimili mitt er verið að reisa nýtt íbúðahverfi og heyrast því reglulega alls kyns skruðningar og læti. Að undanförnu hefur orðið vart við miklar sprengingar þar sem svæðið er undirlagt af klöppum. Rétt í þessu hvað ein ansi öflug við, svo öflug reyndar að sófinn sem ég sit í lyftist upp, buxurnar mínar högguðust, hárið flaksaðist aftur af höfðinu og gluggar og hurðir hristust með látum.
Ég held a.m.k. að þetta hafi verið sprenging frekar en venjulegur jarðskjálfti því að skjálftavakt veðurstofunnar sýnir enga skjálfta í Ölfussi stærri en þrjá á richter síðustu mínúturnar.

Eiginmaðurinn átti óvænt frí frá vinnu í gærkveldi og því notaði ég tækifærið til að grilla oní hann vel blóðuga steik sem var að sjálfsögðu framreidd með dýrindis meðlæti að hætti hússins. Erfingjanum fannst ótækt að afhenda föður sínum afmælisgjöfina á venjulegan máta og faldi hana því í einum eldhússkápnum en faðirinn var ekki lengi að finna hana þar sem drengurinn hafði valið uppáhaldsskápinn sinn; kexskápinn.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker