Veist þú hvað er að vera flippaður?
Þessa spurningu fékk ég frá pilti á fermingaraldri um helgina, það er greinilegt að honum finnst ég óskaplega gömul þó að ég sé ekki sama sinnis en reyndar hef ég verið að reka mig á það að undanförnu að það eru næstum tuttugu ár frá því að unglingurinn ég var unglingur. Þetta er auðvitað fáránlegt enda finnst mér eins og þetta hafi gerst í gær. Gott ef það verða ekki tuttugu ár á næsta ári frá því ég stóð prúðbúin við hlið skólasystkyna minna og játaði kristna trú í heyranda hljóði.
Veit ég hvað er að vera flippaður?
Auðvitað veit ég það!
Ég fann upp á því!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli