fimmtudagur, mars 02, 2006
Eru virkilega engin úrræði til að efla atvinnulíf í landinu okkar önnur en þau að planta niður eiturspúandi álverum á alla tiltæka bletti? Er þetta arfurinn sem við viljum að gangi til barnanna okkar? Ég neita að trúa því að við Íslendingar séum svo illa gefin að geta ekki fundið neinar aðrar leiðir til þess að bæta kjör landsbyggðarinnar.
Einu sinni flaug félagi manns míns yfir álverið við Hafnarfjörð, það vakti athygli hans að eitthvað var að leka í sjóinn frá álverinu og hann myndaði það. Þessar myndir eru að finna á heimasíðu Sléttunnar en því miður er hún enn niðri eins og aðrar that.is síður, ég skal reyna að birta þær ef síðan kemst aftur í loftið.
Ég er alin upp á norðurlandi og átti ömmu frá Húsavík og afa úr Þingeyjarsýslunum. Mér þykir vænt um norðurland og reyndar landið mitt allt en mér þykir vænna um son minn og framtíð hans. þess vegna skrifaði ég undir þennan lista.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli