skip to main |
skip to sidebar
England var yndislegt. Veðrið var þokkalegt, maturinn ágætur, rauðvínið klikkaði ekki og páskaeggin voru étin. Mér þótti samt heldur súrt að málshátturinn minn var óskrifað blað en kannski á það vel við þar sem ég held fljótlega út í óvissuna.
Northampton er mjög misfallegur bær og stutt á milli andstæðna. Undurfalleg íbúðarhverfi með skrúðgörðum og gosbrunnum eru nánast við hliðina á dapurlegum hreysum þar sem örvæntingin ræður ríkjum. Hverfið sem við ætlum að búa í er mitt á milli, heldur í skárri kantinum ef eitthvað er. Myndin er af húsinu okkar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli