Sándtrakkið er ekki tilbúið og verður líklega ekki birt fyrir páska enda er það ekki í forgangi akkúrat núna. (Hvað eru mörg ekki í því?)
Í dag er hefðbundin dagskrá, ritgerðarskrif, þvottur og létt þrif.
Á morgun er fyrsti áfangastaðurinn Selfoss City, þar þarf ég að kaupa fullt af páskaeggjum og sækja vegabréf. Þegar ég kem heim þarf ég að pakka eggjunum þannig að þau þoli flugferð og henda einhverjum tuskum oní tösku. Að þessu loknu munum við mæðginin aka til höfuðborgarinnar og leggjast til svefns á heimili foreldra minna.
Eftir tvo daga mun eiginmaðurinn taka á móti okkur á Heathrow.
Hvað gerist næstu daga þar á eftir verður að ráðast, það eina sem ég veit er að við eigum pantaða gistingu á sveitahóteli skammt frá Northampton og að við ætlum að borða páskaegg.
Að kvöldi þess 19. lendum við Leifur aftur á vorri fósturjörð og brunum heim í Þorpið.
Gott plan.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli