þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Takk fyrir kveðjurnar.
Ég er laus úr leðrinu svo að ég ætti að geta látið vita af mér núna.

Tengdó fóru síðasta fimmtudag og komust klakklaust í gegnum öryggisgæsluna á Stansted, vona bara að það gangi jafn vel hjá okkur á morgun. Annars var ósköp notalegt að hafa þau hér, það var stjanað við mig á allan hugsanlegan máta og erfinginn hafði einhvern skemmtilegri en mömmu gömlu til að leika sér við.

Við snillingurinn erum sumsé á leið heim annað kvöld og stoppum í tíu daga, dagskráin er að þéttast nokkuð svo að ef einhver hefur sérstakar óskir þá er eins gott að taka það fram sem fyrst.

Við fjölskyldan vorum að koma úr ómskoðun þar sem við sáum spriklandi sponna, allt lítur vel út og áætlaður komudagur er í kringum 6. janúar, systir mín hefur reyndar lagt fram þá ósk að ég haldi í mér til 11. svo hún fái litla Dísu í afmælisgjöf. Haddý mín, það er borin von, engin Dísa á leiðinni í þetta skiptið.

Nú þarf ég að þvo þvott, laga aðeins til og setja niður í töskur (ætla samt að fara með þær hálftómar svo ég hafi pláss fyrir seríósið).

Sí jú on ðe kleik!

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker