mánudagur, september 11, 2006

Héðan er lítið að frétta, a.m.k. lítið spennandi.
Ég tók upp úr síðustu kössunum í gær og þvoði skrilljón þvottavélar en úti skein sólin glatt, fullglatt fyrir minn smekk. Í morgun stóð valið á milli þess að leggja mig eða koma mér út og koma þannig reglu á svefninn eftir sumarfríið, ég valdi regluna og eyddi deginum að mestu í bókabúðum og slefaði yfir alls kyns skruddum. Nú er ég lúin en ætla að halda mér vakandi þar til rockstar er búið (hvað með það þó ég hafi horft á þennan þátt á Íslandi um daginn? Er ég eitthvað verri manneskja fyrir því?). Andlaus og leiðinleg færsla, ég veit.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker