þriðjudagur, september 12, 2006
Hvernig í veröldinni er hægt að reiðast ókunnu fólki jafn heiftarlega og ég reiddist strætóbílstjóra í morgun? he****** beinið neitaði að taka við 20 punda seðli svo að ég gat ekki keypt mér stætókort og þurfti að skrapa saman klinki fyrir einu fari. Ástæðan? Jú, sjáðu til... það er svo mikið af fölsuðum 20 punda seðlum í umferð.
Hvað kemur MÉR það við? Því í ósköpunum er þá ekki búið að leggja þetta rusl af fyrst þetta er einskis virði? Ég get svo svarið að ég var nærri farin að grenja og mátti hafa mig alla við til að sleppa því (hér held ég að það sé tímabært að minna lesendur á óeðlilegt hormónaflæði og geðsveiflur ófrískra kvenna, einnig vil ég koma því á framfæri að ég hef verið hrædd við trúða síðan ég sá It). Ætli ég fari ekki og leggi mig aðeins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli