mánudagur, október 02, 2006

Fríið búið og grár hversdagsleikinn tekinn við. Ég held að ég hafi sett persónulegt met með því að slasa mig ekkert í þessari ferð og er það vel, í staðinn lá ég á ströndinni, svamlaði í sjónum, borðaði stórkostlegan mat, las, hlustaði á músík og skoðaði sjöl. Á heimleiðinni sat ég við hliðinna á nojaðri breskri kennslukonu á flótta undan spænsku mafíunni, hún var ágæt. Ekkert okkar var tilbúið að koma heim en mikið óskaplega eigum við gott rúm.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker