fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Það er eins gott að ég er ekki sérlega myrkfælin því að eitthvað ólag er á rafmagninu í hverfinu okkar og ekki getur kerfið séð sóma sinn í því að bila um hábjartan dag. Síðustu tvo tíma höfum við mæðginin mátt dúsa í kolniðamyrkri og kvöldmaturinn var kornflex við kertaljós, ákaflega rómantískt allt saman.

Eiginmaðurinn er í viðskiptaerindum á Íslandi en kemur sem betur fer aftur á laugardag. Í raun breytir það ekki miklu þó hann sé í öðru landi því hann hefur hvort eð er verið að vinna myrkranna á milli síðustu vikur.

Rétt í þessu fór rafmagnið aftur og verður spennandi að sjá hversu lengi við þurfum að bíða í þetta sinn. Ég var rétt búin að kópera færsluna í word þegar allt fór í gang aftur, meira vesenið. Viðvörunarkerfið fer alltaf í gang þegar rafmagnið lætur sig hverfa og það er ekki nokkur leið að slökkva á vælinu fyrr en það kemur aftur því stjórnborðið er að sjálfsögðu tengt í rafmagn.

Í dag hitti ég íslenska stúlku sem býr hér í Northampton, netið er dásamleg uppfinning.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker