mánudagur, desember 04, 2006

Eiginmaðurinn kom heim sl. laugardag með seríós, nóakonfekt, súkkulaðidagatöl og harðfisk í farteskinu. Hann gleymdi saltpillunum.

Í dag fórum við á fund með ljósmæðrum og konum sem vilja fæða börnin sín í heimahúsum, það var sérlega fróðlegt og gott ef eiginmaðurinn er ekki að verða sannfærður. Við ykkur sem takið andköf núna vil ég segja að þetta er alls ekki hættulegra en að fæða á sjúkrahúsi, ljósmæðurnar mæla með þessu þar sem þetta er afslappaðra bæði fyrir mæður og börn, ég verð við símann á morgun ef þið viljið ræða þetta eitthvað frekar.

Á næstunni verður líklega ekki mikið um nýjar færslur hér þar sem tölvan mín er komin í verkfall og heimilistölvan á eitthvað erfitt með að tengjast netinu. Vonandi tekst að kippa þessu í lag sem fyrst þar sem ég er illa haldin af netfíkn og hef ekki í hyggju að leita lækninga við henni á næstunni enda hætt við að hún verði sjálfdauð í janúar.
Ég vona að þið njótið ykkar í jólaundirbúningnum, verðið góð hvert við annað og gætið ykkar í öllum bænum í umferðinni.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker