Hó hó hó!
Héðan er allt gott að frétta, maturinn var stórfenglegur, sérstaklega hangikjötið og laufabrauðið, allir fengu góðar gjafir og þegar þessi orð eru skrifuð sitja eldri karlmennirnir í fjölskyldunni á Old Trafford og fylgjast með Manchester United vinna frækinn sigur á Wigan (vonandi skrifa ég aldrei framar um fótbolta á þessa síðu). Við hin fórum og skoðuðum útsölur og náðum að eyða smá peningum. Salómon er alveg rólegur en það verður að segjast að hann er orðinn ansi fyrirferðamikill og ég væri nú alveg til í að fara að sjá framan í piltinn. Ég held að það sé skemmtilegra hans vegna að bíða fram yfir áramót en ég veit líka að önnur amman vill svo gjarnan fá að sjá hann áður en hún fer heim. Hún verður bara að koma aftur, það er gott því þá er dekrað svo mikið við okkur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli