miðvikudagur, desember 20, 2006

Tjallinn er skrítinn. Stundum. Ég var að koma frá ljósmóðurinni og ákvað að taka strætó heim, þar sem ég sat í sakleysi mínu kom ungur piltur, á að giska 12-13 ára, askvaðandi með sígarettu í kjaftinum. Hann reykti sitt tóbak og tók svo til við að hrækja allmikið, ég taldi tuttugu hrákaslummur á gangstéttinni áður en ég hætti að telja. Að spýtingum loknum vildi hann nú aldeilis ræða málin og mátti ég hlusta á afsökun fyrir því af hverju hann var ekki í skólanum, hvert hann væri að fara og hvers vegna, hvað væri langt fyrir hann í skólann o.s.frv. Athyglisverðust fannst mér þó sagan af því þegar hann, á einum degi, gekk tvær ferðir fram og til baka niður í miðbæ og síðan yfir í annað hverfi hér í bænum. Hann sagðist hafa verið orðinn svo örmagna að hann féll um koll á leiðinni heim til sín.
Svo kom strætó.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker