föstudagur, febrúar 16, 2007

Jæja. Klámiðnaðurinn ætlar að halda ráðstefnu á litla Íslandi og eins og við er að búast eru ekki allir sáttir. Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið þennan pistil hvers höfundur kemur fram sem talsmaður frelsisins, eins öfugsnúið og það nú er. Vissulega er erfitt fyrir ferðaþjónustufyrirtæki að spyrja alla viðskiptavini um starf en þegar hið sanna er komið í ljós er ekkert að því að sýna andúð á starfseminni. Höfundur pistilsins vill meina að klámiðnaðurinn sé nokkuð meinlaus en kýs að gleyma því að í skjóli hans þrífst alls konar glæpastarfsemi s.s. vændi og mansal, slíkt er nú frelsið. Það má alveg bóka það að klámið hefur drepið býsna marga, það ýtir undir misnotkun, kvenfyrirlitningu og gefur brenglaða mynd af kynlífi og kynhegðun. Í fullkomnum heimi væri einungis fullorðið fólk sem nyti þess að láta mynda sig í kynlífsathöfnum, starfandi í klámbransanum en heimurinn er bara langt frá því að vera fullkominn.

Ég hvet alla til að mótmæla klámiðnaði með sýnilegum hætti, svipað og gert var þegar Kínaforseti þvældis um klakann.

Að lokum ítreka ég að ég er femínisti og ég er stolt af því.

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker