Mér fannst æðislegt að fara til Íslands, hitta vini og ættingja, borða lambakjöt, fisk og páskaegg, drekka rauðvínstár, monta mig af strákunum mínum og horfa á þá dafna. Mér fannst kuldinn minna æðislegur, sérstaklega í morgun. Mér mistókst líka að starta ferli sem brennuvargur en ég veit hins vegar núna hvernig steikt brjóstapumpa og snuð líta út og lykta, það er lærdómur sem ég hefði alveg getað verið án.
Þegar við stigum út úr flugstöðinni hér í Englandi fannst mér ég vera komin heim.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli